Skip to content

Postgres Þjónn


Hér er því lýst hvernig Postgres þjónn er settur upp.

Forkröfur

Postgres er öflugur, opinn og frjáls gagnagrunnur. Í umhverfum þar sem nokkur forrit keyra ofan á gagnagrunni getur verið sniðugt að hafa einn þjón sérstaklega fyrir gagnagrunna, en sá þjónn ætti þá að hafa nægt geymslupláss og sérstaka áherslu á vinnsluminni. Þjónninn sem unnið er á hér er sýndarvél með 100GB disk fyrir gagnagrunninn, 2 örgjafa og 8GB vinnsluminni.

Uppsetning

Byrjum á því að sækja pakkann:

# pkg install postgresql15-server

Komum næst disknum okkar (vtbd1) okkar á réttan stað:

# gpart create -s GPT vtbd1
# gpart add -t freebsd-ufs -a 1M vtbd1
# newfs -U /dev/vtbd1p1

Note

Við setjum 1M til að samstilla skráakerfið við undirliggjandi sector-a á disknum

Setjum eftirfarandi línu í /etc/fstab:

/etc/fstab
/dev/vtbd1p1    /var/db/postgres    ufs rw  2   2
Festum diskinn og eignum postgres notandanum hann

# mount -a
# chown -R postgres:postgres /var/db/postgres

Virkjum gagnagrunninn:

# sysrc postgresql_enable=YES
# /usr/local/etc/rc.d/postgresql initdb

Höfundi finnst skynsamlegt að logga í sér logga, eftirfarandi línur eru þá til staðar neðarlega í skránni /var/log/postgres/db/data/postgresql.conf:

postgresql.conf
logging_collector = on
log_directory = '/var/log/postgres/'

Látum gagnagrunninn einnig taka á móti beiðnum á IP addressu innra netsins:

postgresql.conf
listenAddres = 'localhost, 192.168.0.10'
Undirbúum logginn og ræsum þjónustuna:

# mkdir /var/log/postgres
# chown -R postgres:postgres /var/log/postgres
# service postgres start